Á árinu 2014 eru 75 ár frá skiptingu Vindhælishrepps hins forna í þrjú sveitarfélög 1939 og upphaf Höfðahrepps sem í dag heitir Sveitarfélagið Skagaströnd. Í tilefni af þessum tímamótum bauð sveitarfélagið til afmælisveislu í Fellsborg 1. desember sl. Um 180 manns komu í kaffi.