Eggert Þór Bernharðsson prófessor hélt fyrirlestur um ljósmyndir og fjölskyldualbúmin í Rannsóknarsetri Háskóla Íslands í gamla kaupfélaginu á Skagaströnd.
Það var Gleðibankinn á Skagaströnd sem stóð fyrir þessu bíókvöldi. Í Gleðibankanum eru innstæður mældar í brosum og því ljóst að þær hafa vaxið töluvert við þennan viðburð.